Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember
Vinnufélagar þínir eiga það til að taka eldmóð þinn og ástríðu sem stjórnsemi og frekju, sem við vitum að er ekki raunin, en þú verður aðeins að fínpússa þetta elsku Sporðdreki. Fólk er stundum svo viðkvæmt.
Góður leiðtogi þarf að kunna að hlusta og gera málamiðlanir og þú ert fædd/ur í leiðtogahlutverk.
Þú ert rosalega sterk og áhrifamikil manneskja og þú verður að muna að hafa trú á sjálfri/um þér.