Nautakjöt styr-fry

Þú getur fundið ótrúlega fjölbreyttar uppskriftir inná facebooksíðu Matarlyst. Hér er ein fljótleg og góð asísk máltíð sem leikur við bragðlaukana.
Góð máltíð fyrir 4 á 30 mín. Borið fram með grjónum eða núðlum.

Byrjuð á því að setja grjón í pott.

Hráefni

500 g nautaþynnur þiðnar, þær fást frosnar frá t.d Kjarnafæði, eða skerið nautakjöt niður í þunna strimla ekki stærri en ½ cm.

Marenering

1 msk soya sósa
1 msk hrísgrjónavín eða sherry
½ tsk matarsódi
3 tsk maisenamjöl

Setjið hráefni sem fara í mareneringu í skál, blandið saman, setjið kjötið út í. Marenerið í 10 mín.

Á meðan útbúið þið grænmeti og styr-fry sósu.

Grænmeti

2 msk olía
1 laukur
3 hvítlauksrif pressuð
300 g wok mix blanda frostin (euro shopper er góð)

Setjið olíu a pönnu og hitið, mýkið laukinn í olíu 3-4 mín, bætið út á pressuðum hvítlauk steikið áfram í 1 mín. Bætið út á wook blöndu steikið áfram þar til heitt í gegn.

Styr-fry sósa

Hráefni

6 msk oyster sósa
6 msk hrísgrjónavín eða sherry
5 msk soya sósa
4 tsk sykur
4 tsk hvítvíns edik
3 tsk svarur pipar (þetta er rétt magn)

Blandið öllu saman í skál hrærið saman. Hellið yfir grænmeti.

Kjötið steikið þið síðan í olíu 2-3 msk á heitri pönnu í ca 10 sek á hverri hlið steikið ekki mikið magn af kjöti í einu heldur í ca 3 skömmtum, setjið út á pönnuna hjá grænmetinu, veltið saman í 20 sek, ekki steikja meir eftir að kjötið er komið út á pönnuna.

Gott er að dassa rauðum chili og vorlauk yfir.

Berið fram með hrísgrjónum og eða núðlum.

SHARE