NCIS stjarna fékk heilablóðfall

Pauley Perrette(53) er þekkt fyrir hlutverk sitt í þáttunum NCIS og opnaði sig nýlega um reynslu sína en hún fékk heilablóðfall fyrir ári síðan. Hún setti inn á Twitter færslu um veikindin á föstudaginn og byrjaði færsluna á því að segja að fyrir 365 dögum hafi hún fengið alvarlegt heilablóðfall.

Pauley segir líka í myndbandinu að hún hafi lifað ansi margt af, t.d. heimilisofbeldi, nauðgun, árás frá heimilislausri konu, allskyns ofnæmi og fleira. Hún segir að hún hafi gengið í gegnum ýmislegt seinustu 2 árin sem séu erfiðari en að fá heilablóðfall. Hún útskýrir það ekkert frekar og þakkar öllum vinum sínum og biður guð að blessa þá.

SHARE