Hakkhamborgari ,,sloppy joe”

Einfaldlega góður og afar fljótlegur hakkhamborgari úr smiðju facebook síðunar Matarlyst

Hráefni

600-700 g nautahakk
1 laukur smátt skorin
1 tsk svartur nýmalaður pipar
1 tsk sjásalt
2 dl relish “farmhouse green relish frá Stonewall kitcen er best.
2 dl heinz chili

Aðferð

Setjið örlitla olíu á pönnu, steikið hakk og lauk saman þar til hakk er fulleldað ca 5 mín, hellið umfram vökva af hakkinu. Kryddið með salti og pipar. Bætið út í relice og heinz chili hitið um stund eða í u.þ.b 3-5 mín, smakkið til með salti og pipar.

Stonewall kitchen green relish fæst í Hagkaup og Kalla bakarí Akranesi. Það er líka vel hægt að nota relish sem fæst í Bónus og Krónunni mæli þá með að bæta örlitlum sykri c.a matskeið úr í hakkið.

Berið fram með
Hamborgarabrauði
Cokteil sósa eða hamborgara sósa á brauðið
T.d Salat, tómatar, avocado eða það sem hugurinn girnist.
Frönskum og cokteil sósu

SHARE