Karlapillan hefur mælst 99% áreiðanleg

Hópur vísindamanna sagði frá því á miðvikudag að þeir hefðu þróað getnaðarvarnarlyf til inntöku fyrir karlmenn sem hefur reynst 99% virk í músum og olli engum sjáanlegum aukaverkunum. Búist er við að lyfið verði prófað á mönnum í lok þessa árs.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á vorfundi American Chemical Society og marka ákveðin tímamót í átt að fjölbreyttari möguleikum í getnaðarvörnum og loksins, loksins geta karlar farið að taka pilluna í stað kvenna.

Sjá einnig: Ert þú kynlífsfíkill?

„Allt frá því að kvenkyns getnaðarvarnarpillan var fyrst samþykkt á sjöunda áratugnum hafa vísindamenn haft áhuga á að finna upp svipaða lausn fyrir karla,“ sagði Md Abdullah Al Noman, sem mun kynna rannsóknarniðurstöður á vorfundi ACH.

„Margar rannsóknir sýndu að karlar hafa áhuga á að deila ábyrgðinni á getnaðarvörninni með maka sínum,“ sagði hann – en fram að þessu hafa aðeins tveir áhrifaríkir valkostir verið í boði: smokkar eða ófrjósemisaðgerð.

Pillan fyrir konur notar hormón til að trufla tíðahringinn og en í karlapillunni er verið að vinna með karlkynshormónið testósterón. Aukaverkanir af karlapillunni geta verið þyngdaraukning, þunglyndi og hækkað kólestról og auknar líkur á hjartasjúkdómum, en allt þetta kemur í ljós um leið og hún verður prófuð á mönnum en ekki músum.

Aukaverkanir af pillunni fyrir konur geta verið eymsli í brjóstum, þyngdaraukning, þunglyndi, minni kynhvöt, aukin útferð, hærri blóðþrýstingur, hætta á blóðtöppum, meiri hætta á brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini.

Sjá einnig: 10 ráð til að gera heimilið meira smart

Kannanir hafa sýnt að flestar konur myndu treysta maka sínum til að passa að taka pilluna og verulegur fjöldi karla hefur gefið til kynna að þeir myndu vera opnir fyrir að prófa að taka pilluna

Heimildir: medicaldaily.com

SHARE