Hvernig virkar andaglas?

Samkvæmt Vísindavefnum er einföld útskýring á andaglasi svona: Notað er spjald með bókstöfum sem stundum hefur einnig önnur tákn svo sem tölustafi og orð eins og ‘já’, ‘nei’ og ‘bless’. Á þetta spjald er settur einhver hlutur, til að mynda glas, sem notaður er til að benda á tiltekin tákn. Þátttakendur tylla fingri á þennan bendil og spyrja spurninga.

Það er alls ekki mælt með því að fólk stundi það að fara í andaglas, hvort sem þú trúir á það eða ekki. Ég man eftir því þegar ég var barn, að það kom í fréttatímanum í Ríkissjónvarpinu frétt um andaglas sem fór illa einhversstaðar á landinu og börn og unglingar hvattir til að taka ekki þátt í svoleiðis. Það hræddi mig auðvitað til lífstíðar en ég hef samt einu sinni farið í andaglas. Mæli alls ekki með því!

Mér fannst þetta myndband um vísindin á bakvið andaglas vera mjög áhugavert og mátti til að deila þessu með ykkur.

SHARE