Það eru verulega skiptar skoðanir á því hversu oft maður ætti að þvo handklæðin á heimilinu og nú er komið að því að koma þessu á hreint fyrir fullt og allt. Á síðunni Hunker.com er okkur, ekki bara hversu oft, heldur líka hvernig er best að þvo handklæðin svo þau verði sem hreinust.
Hversu oft?
Sannleikurinn er sá að þú ættir að þvo baðhandklæðin þín, að minnsta kosti, eftir þrjú skipti. Ekki 3 daga. Ef þú ferð í sturtu mörgum sinnum á dag, þá þarftu að telurðu skiptin og eftir þriðju sturtuna með sama handklæði ættirðu að setja það í óhreina tauið.
Þú ættir líka að nota þitt handklæði sjálf/ur. Ekki deila handklæðinu milli fjölskyldumeðlima, sérstaklega þegar flensan er að ganga. Handklæði ætti líka aðeins að nota af einum einstaklingi og ætti ekki að deila þeim, sérstaklega á flensutímabilinu eða þegar einhver er veikur. Alltaf er best að hengja handklæðin upp svo lofti um þau og ekki hrúga þeim á gólfið eða ofan á hvort annað því það bakteríur elska raka staði og fara að grassera um leið og þær geta.
Sjá einnig: Húsráð: Hvernig er best að þrífa ofngrindur
Svo eru það handklæðin sem við notum til að þurrka hendurnar eftir handþvott. Þar sem þau eru notuð mjög reglulega er mælt með því að þau séu þvegin á nokkurra daga fresti. Þessi handklæði eru notuð eftir handþvott, tannburstun og auðvitað klósettnotkun, þannig að þau komast oftar í snertingu við bakteríur en önnur handklæði, sérstaklega þegar þau eru notuð af mörgum. Ef þú færð gesti, er gott að skipta um handklæði þegar þeir fara.
Þvottur á handklæðum:
Skref 1
Aðskiljið hvít handklæði og lituð handklæði
Skref 2
Þvoðu hvítu handklæðin þín á heitustu stillingu þvottavélarinnar þinnar með því að nota þvottaefni og jafnvel góðu þvottaefni sérstaklega fyrir hvítan þvott. Þvoðu lituðu handklæðin í volgu vatni með venjulegu þvottaefni, best að nota lyktarlítil þvottaefni. Ef þér finnst handklæðin lykta af myglu skaltu bæta við bolla af ediki við þvottinn þinn.
Skref 3
Þurrkaðu handklæðin við meðalhita eða lágan hita og passaðu að þau séu alveg skraufaþurr áður en þú brýtur þau saman.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.