Stjörnuspá fyrir október 2022 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Þig langar að eyða peningum í október, hvort sem þú átt þá til eða ekki. Þú finnur alltaf leið til að borga þínar skuldir.

Þrjóskan í þér gæti komið þér í vandræði í þessum mánuði en mundu bara að þú þarft ekki alltaf að eiga seinasta orðið.

Ástarlífið þitt fær mikla athygli hjá þér um þessar mundir en þú vilt eyða meiri tíma með þeim sem þú elskar. Þú þarft samt alltaf að passa upp á að fá tíma fyrir þig.

Ekki fá alla litlu hlutina á heilann kæra Naut. Taktu eitt skref afturábak og sjáðu hlutina í heild en ekki hugsa um öll minnstu smáatriðin. Það er alltaf hægt að nota mistökin til að læra af þeim og ekki velta sér upp úr þeim. Ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig.