Stjörnuspá fyrir október 2022 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Reyndu að takast á við vandamálin áður en þau vaxa og verða risavaxin, þó það verði til þess að þú þurfir að taka erfið samtöl. Það verður ómaksins virði á endanum, það er alveg klárt. Passaðu bara að vera ekki óþægilega hreinskilin/n þegar þú tekur spjallið við viðkomandi.

Peningar kaupa ekki hamingju elsku Vatnsberi og þér er alltaf að verða það meira og meira ljóst.

Tíminn líður og þú ert að átta þig á því að þú hefur svolítið bara að leyfa tímanum að líða í einhverskonar öryggi og ekki tekið miklar áhættur. Það er kominn tími til að koma sér af stað því þú vilt eiga spennandi líf.