Kjúklingabringur í osta, chili pestó rjómasósu

Facebooksíðan Matarlyst bíður uppá svo margar æðislegar uppskriftir að maður fær eiginlega valkvíða þegar maður ætlar að velja hvað á að hafa í matinn. Kíkið inná síðuna hennar Ragnheiðar og ég mæli með að follow-a síðuna hennar svo þið missið ekki af næstu uppskrift.

Kjúklingabringur í osta, chili pestó rjómasósu,
sætar döðlur bráðna í munni og feta osturinn setur punktinn yfir iið.

Ber réttinn fram með hrísgrjónum, hvítlauksbrauð og fersku salati.
Uppskriftin er fyrir 4-6

Hráefni

4-5 kjúklingabringur
1 tsk salt
1 piparostur
¾ krukka Scala chili pestó (Ef þið þolið illa sterkt er um að gera að byrja á að setja ½ krukku út í og smakka svo til í lokin.
½ l rjómi
1 krukka fetaostur í kryddolíu
250 g döðlur smátt skornar
Olía

Aðferð

Hitið í 190 gráður og blástur

Skerið kjúklingabringur í hæfilega stóra bita, saltið yfir. Hitið örlítið af olíu á pönnu, rétt lokið kjúklingnum í ca 45 sek -1 mín á hvorri hlið, leggið í eldfast mót.
Bræðið ostinn í smá vatni, bætið út í rjóma vinnið þar til komið er saman, bætið út í chili pestó blandið saman, skerið döðlur smátt setjið út í pottinn látið malla í 4 mín á vægum hita, smakkið til ef þið viljið meira bragð af pestóinu bætið þá örlítið meira út í. Hellið yfir kjúklinginn. Í lokin veiðið þið feta ostinn upp úr olíunni, og dreifið jafnt yfir formið.
Setjið inn í 190 gráðu heitan ofninn í 30 mín jafnvel lengur fer eftir ofnum. 

SHARE