Sagan af manninum sem fyllir heimilið sitt af dýrum sem  „enginn” vill.

Á ári hverju eru um 6 milljónum dýra bjargað í dýraathvörf í Bandaríkjunum. En þökk sé fólki eins og Steve Greig, verða 75% þeirra ættleidd. Hinsvegar er mál Steve frekar einstakt, en hann ættleiðir aðeins öldruð dýr til að tryggja að þau fái að upplifa sín bestu síðustu ár. Eins og er, á hann yfir 20 gæludýr, þar á meðal hunda, kanínur, endur, svín og fleira.

Steve ákvað að ættleiða eldri dýr eftir að hann misstu hundinn sinn.

Steve missti sinn ástkæra vin og hund, Wolfgang sem hafði verið honum mjög náinn í bílslysi. Þessi ógæfa varð hins vegar upphafið á mögnuðu ferðalagi Steve og hefur hann tekið að sér tugi dýra og gefið þeim ástríkt heimili.

Hann sá að eina leiðin til þess að honum gæti liðið betur eftir fráfall hundsins síns væri ef þessi ömurlega lífsreynsla myndi leiða eitthvað gott af sér „og að eitthvað myndi gerast sem hefði ekki gerst ef hann hefði ekki misst Wolfgang“.

Hann fór því í dýraraathvarf í heimabæ sínum og ættleiddi 12 ára gamlan hund með hjartasjúkdóm. Hann minntist þess að þegar hann ættleiddi hundinn, sem hann hafði nefnt Eeyore, fannst honum eins og „sársauka hans væri aflétt“. Wolfgang var látinn, en af ​​þeim sökum fékk Eeyore að lifa hamingjusamur. Svona byrjaði Steve að ættleiða fleiri og fleiri dýr.

Steve lýsir öldruðum dýrum sem auðveldum og þakklátum fyrir að eiga ástríkt heimili. Allir hundarnir ná svo vel saman, alveg sama af hvaða tegund þeir eru. Ásamt eiganda sínum fara þau oft í litla göngutúra, horfa á kvikmyndir í sófanum og eyða tíma með honum.
Steve segir að hann gæti ekki verið með svona marga yngri hunda þar sem þeir hafa svo mikla orku og þurfa miklu meiri athygli og hreyfingu. Hinsvegar fylgja áskoranir því að vera eigandi svo margra dýra. Flestir hundarnir eru með mismunandi fæði, svo Steve vaknar klukkan 5 að morgni til að útbúa mat fyrir þá. Eins og er, er hann eigandi tíu hunda, fjögurra hæna, tveggja anda, kalkúns, svíns og tveggja kanína.

Að eiga svona mörg dýr getur verið krefjandi. En Steve er ánægður með það líf sem hann hefur valið sér.

Þar sem andlát Wolfgang varð honum mikið áfall mætti efast um hvernig hann bregst við fráfalli nýlega ættleiddra gæludýra sinna. Steve hefur útfært heimspeki fyrir sjálfan sig – þó það sé alltaf sorgleg reynsla að missa gæludýr, er honum mikil huggun að hafa veitt þeim heimili við lok ævi sinnar. Hann þyrfti að minna sjálfan sig á að þetta snýst ekki um hann, heldur snýst þetta um dýrin sem fengu að eyða síðustu árum lífs síns á hamingjusömu og ástríku heimili. „Fyrsti“ hundurinn hans, Eeyore, bjó hjá honum í tæp 7 ár áður en hann lést. Það þýðir að í stað þess að búa í athvarfi eða verða lógað hann fékk hann að búa með Steve í um það bil þriðjung ævi sinnar, sem er nokkuð merkilegt.

Steve byrjaði á Instagram til þess að halda utan um þessa vegferð og hefur hann haft mikil áhrif á fólk.

Eins og er, hefur hann um 1 milljón fylgjendur á Instagram sem elska að fylgjast með gæludýrum hans Þeir jafnvel hjálpa Steve að velja nöfn á nýju ættleiddu dýrin sín. Áhuginn á Instagram hefur aukist mikið án þess að hafa það markmið að auka fylgi sitt. Hann elskar þá hugsun að geta hvatt fleira fólk til að ættleiða eldri dýr. Hann kallar loðdýrafjölskyldu sína „Úlfgang“ á samfélagsmiðlum. Myndir þú einhvern tíma ættleiða gæludýr sem er eldra en 10 ára? Hversu mörg gæludýr áttu?

SHARE