Þó fegurðarviðmið halda áfram að breytast, þá er víst til formúla sem sérfræðingar halda því fram að geti reiknað út andlitsþokka. Sérstök rannsókn var gerð af Dr. Julian De Silva, verðlaunalækni, sem sérhæfir sig í háþróuðum lýtalækningum. Og Bella Hadid varð sigurvegari þessarar óvenjulegu fegurðarsamkeppni. Við skulum sjá hvað gerir hana að fallegustu konunni.
Það voru Grikkir sem fundu upp hlutfall í tilraun til að mæla líkamlega fegurð, kallað „Gullna hlutfallið“. Þó að það hafi verið notað af listamönnum og arkitektum í fortíðinni nota vísindamenn það stundum til að útskýra hvers vegna manneskja er talin fallegri en aðrir.
Í rannsókn sinni notaðist De Silva við „Gullna hlutfallið“ á varir, nef, augnstærð og stöðu kjálka á ýmsum þekktum og frægum kvennmönnum. Lengd og breidd andlita voru mæld meðal annars. Kjörniðurstaða mælingana er um það bil 1,6.
Ofurfyrirsætan Bella Hadid komst næst hugmyndum Grikkja um hið fullkomna andlit. Hún fékk 94,35% í einkunn samkvæmt Golden Ratio of Beauty Phi með höku sem reyndist vera 99,7% fullkomin.
Næst á eftir var Beyoncé sem skoraði 92,44% miðað við hlutfallið. Poppsöngkonan Ariana Grande skoraði 91,81%, Taylor Swift með 91,64%, Scarlett Johansson með 90,91% og Cara Delevingne með 89,99%.
Í viðtali fyrr á þessu ári upplýsti Hadid að hún hafi farið í lýtaaðgerð á nefi aðeins 14 ára gömul. „Ég vildi að ég hefði haldið í gamla nefið frá forfeðrum mínum,“ bætti hún við. Hún neitaði hinsvegar sögusögnum um að hafa nokkurn tíma fengið fylliefni eða augnlyftingar.
Ertu sammála niðurstöðu rannsóknarinnar? Hverjar eru fallegustu konur í heimi, að þínu mati? Eða eru svona rannsóknir kannski bara bölvað rugl?