Plokkfiskur

Eldhússystur eru engum líkar með sínar dásamlegu uppskriftir Hér er ein klassísk.

Plokkfiskur
fyrir 2-3

350 g fiskur (t.d. ýsa eða þorskur), soðinn eða bakaður
350 g kartöflur
½ laukur
salt
1½ msk smjör
2 msk hveiti
250 ml mjólk
(hvítur) pipar

Setjið kartöflur í pott og sjóðið þar til þær eru tilbúnar. Á sama tíma og kartöflurnar eru settar yfir er vatn og salt sett í pott fyrir fiskinn. Þegar suðan kemur upp er fiskurinn settur útí vatnið og þegar suðan kemur upp aftur er potturinn tekinn af heitri hellunni og látinn bíða með lokið á pottinum þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

Skrælið kartöflurnar og brytjið þær niður, takið fiskinn úr vatninu og bútið hann einnig svolítið niður, setjið í skál og til hliðar. Skerið niður laukinn og létt steikið hann í smjörinu, stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið. Bætið mjólkinn við smásaman og hrærið vel á milli, passið að ná hveitikekkjunum úr. Hrærið fisknum og kartöflum saman við sósuna, ef hún er mjög þykk er ráð að setja svolítið meiri mjólk. Kryddið með hvítum pipar eftir smekk.

Berið fram með rúgbrauði

SHARE