Salma Hayek hefur opnað sig um þá átakanlegu reynslu þar sem hún ákvað að gefa barni annarar konu brjóst. Sem partur af góðgerðarverkefni á vegum Alþjóðlega neyðarsjóðs barna (UNICEF) árið 2008 heimsótti kvikmyndastjarnan Sierra Leone. Salma hafði fædd dóttur sína, Valentinu Paloma Pinault, ári áður, árið 2007 og aldrei hefði henni grunað það að hún myndi enda á því að gefa barni annarar konu brjóst þegar hún færi til Vestur-Afríku.
Hayek steig á svið á ráðstefnu UNICEF árið 2018 og sagði frá reynslu sinni í Sierra Leone. Hayek rifjaði upp hvernig á ferðalagi sínu hún hafði heimsótt sjúkrahús og rakst þar á 15 ára gamla stúlku „grátandi og titrandi“. Hayek hélt áfram: „Hún hélt á nýfæddu barni og sagði: „Vinsamlegast hjálpaðu mér“.
Unga móðirin sagði Hayek að barnið þyrfti sárlega mjólk. Hayek hugsaði: “Við hefðum svo margt en við áttum enga mjólk – nema ég hugsaði þá að ég væri enn með mjólk þar sem ég var nýhætt með dóttur mína á brjósti. Ég var nýbúinn að venja dóttur mína af brjóstagjöf . Ég settist bara niður og ég var allt í einu með þetta barn á brjósti.” Augnablikið var tekið upp sem hluti af herferð UNICEF og myndbandið var síðar sýnt á Næturlínu ABC. Í myndbandinu sagði leikkonan: „Barnið var mjög svangt – ég var að venja dóttur mína Valentinu af brjósti en ég var samt enn með mikla mjólk, svo ég setti barnið á brjóst.
Hayek var sagt af læknum að mæður í Sierre Leone hætti stundum að gefa börnum sínum brjóstamjólk vegna þrýstings útaf menningu og hefðum – stundum neita karlmenn að stunda kynlíf með konu ef hún er enn með barn á brjósti.
Samkvæmt UNICEF er dánartíðni mæðra við fæðingi mest í öllum heiminum í Sierre Leone. 1.360 mæður deyja við hverjar 100.00 fæðingar. „Dánartíðni nýbura, ungbarna og barna undir fimm ára er einnig með því hæsta á heimsvísu.
Hayek sagði í samtali við CBS að hún hefði orðið fyrir gagnrýni fyrir að gefa barni einhvers annars, brjóst og var sökuð um að vera „ótrú“ sínu eigin barni með því að „gefa hennar mjólk“. Hins vegar sagði hún Salma að hún héldi að dóttir hennar yrði mjög stolt af því að deila mjólkinni sinni með barni í neyð.