Lykillinn að hamingju er meðal annars að hætta að bera okkur saman við aðra og elska líkama okkar og þá eiginleika sem gera okkur svo einstök og sérstök. Þetta er það sem American Idol sigurvegarinn og sjónvarpskonan Kelly Clarkson áttaði sig á eftir margra ára tilraunir til að breyta sjálfri sér í eitthvað sem sem aðrir vildu að hún væri. Í dag hefur hin 40 ára, tveggja barna móðir aldrei verið hamingjusamari. Vegferð hennar til að læra elska líkama sinn er vægast sagt mjög hvetjandi.
Árið 2002 öðlaðist hin, þá 20 ára Kelly Clarkson heimsfrægð eftir að hafa unnið American Idol. Þökk sé ótrúlegri rödd sinni og kraftmiklum sjarma tókst henni að bræða hjörtu milljóna manna, en á bak við tjöldin gekk söngkonan unga í gegnum erfiða tíma.
Clarkson sagði að hún hefði verið mjög grönn þegar hún tók þátt í keppninni en hún var samt „stærsta“ stelpan meðal hinna keppendanna og þar af leiðandi „myndi fólk segja hluti“ um hana. En stjarnan var staðráðin í að láta þessar athugasemdir ekki trufla sig. Hún sagði: „Sem betur fer er ég mjög sjálfsörugg, svo ég hef aldrei átt í vandræðum með að þagga niður í fólki.“
Þó að hún hafi sterkan persónuleika, lét Clarkson undan þrýstingi um að léttast, að vera stanslaust í augum almennings og þurfa reglulega að heyra athugasemdir um líkamsstærð sína var langt frá því að vera auðvelt. Hún viðurkenndi að hafa glímt við átröskun í stuttan tíma árið 2007. Þrátt fyrir að léttast og grennast sagði söngkonan að hún hafi verið afar óhamingjusöm á þeim tíma. Hún benti á: „Ég var mjög mjó en ekki ofurheilbrigð vegna þess að ég var bara uppgefin.
Þrátt fyrir að þyngd hennar hefur verið að sveiflast í mörg ár, áttaði Clarkson sig á að lokum að það sem raunverulega skiptir máli er hennar eigin skoðun á líkama hennar, ekki hvað öðrum finnst um hana. Árið 2017 lýsti hún því yfir: “Ég er ekki lengur með þráhyggju yfir þyngd minni.” Þess í stað ákvað söngkonan að einbeita sér að ferlinum og gera það besta úr lífi sínu. Engu að síður, sagði Clarkson, “Ég vildi að ég hefði betri efnaskipti.” En hún bætti svo við: „Þú vilt alltaf það sem einhver annar hefur.“ Og stolt sagði hún „einhver annar vildi líklegast vera í mínum sporum. Eins og að geta bara gengið inní herbergi fullu af fólki og talað við það og eignast nýja vini “ eins og ég get.
Allt frá því að henni fór að líða vel í eigin skinni hafa hlutirnir gengið ótrúlega vel hjá Clarkson. Árið 2018 varð söngkonan dómari/þjálfari í raunveruleikakeppninni The Voice. Hún sagði: „Ég komst í vinsælasta sjónvarpsþátt í heimi þegar ég var sem þyngst“, og hló. Clarkson kunni að meta það að hún hafi verið ráðin af framleiðendum þáttarins vegna persónuleika hennar frekar en útlits.
Clarkson sagði: “Það er þegar ég er í yfirvigt sem ég er hamingjusömustu.” Saga hennar minnir okkur á að við höfum öll mismunandi líkamsgerðir og að við þurfum að finna það sem hentar okkur best í stað þess að bera okkur stöðugt saman við aðra.
Ennfremur er þessi tveggja manna móðir meðvituð um að hún sé að verða eldri og segist ætla að standast hvers kyns þrýsting til að gangast undir lýtaaðgerðir til þess að líta yngri út en hún er, sérstaklega í ljósi þess að hún er reglulega í sjónvarpinu í sínum eigin spjallþætti. Þessi 40 ára gamli kona vonar að hún geti verið góð fyrirmynd og að hún hjálpi fólki við að sættast við sinn eigin líkama og að eldast sé ekki vandamál. Hún sagði: „Ég vona að fólk sjái að svona lítur þetta út, svona lítur þú út þegar þú verður eldri. Og það er bara ekkert að því“