Eldhússystur bjóða uppá þessa uppskrift fyrir þá sem elska kóríander.
Fyrir fjóra
400 gr tómatar (gjarnan af mismunandi stærð)
1 gulur laukur
1 grænt chili
1 krukka ferskur kóríander
Safi úr einum lime-ávexti
1 tsk sykur
1 msk jurtaolía
Sjávarsalt
Skerið tómatana í sneiðar og leggið á disk. Hakkið laukinn smátt. Fræhreinsið chili-ið og skerið smátt. Skerið kóríanderinn smátt.
Blandið sama limesafanum og syrkinum í skál. Þeytið olíuna saman við. Stráið lauk, chilli og kóríander yfir tómatana. Hellið dressingunni yfir og stráið svo sjávarsalti yfir að lokum.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.