Lífsleið 58 ára kona verður fyrirsæta

Caroline Labouchere segist ekki hafa verið hamingjusöm á sínum yngri árum. Hún er upprunalega frá London og þegar hún var lítil yfirgaf faðir hennar hana. Það varð til þess að Caroline varð óörugg og hrædd við að eldast. Þegar hún var á þrítugs- og fertugsaldri fannst henni hún vera ómerkileg og ómikilvæg og hún barðist við öldrunarmerkin. Hún sagði í viðtali: „Ég var alin upp við að horfa ekki í spegil og held mér hafi aldrei fundist ég falleg, ekki einu sinni á brúðkaupsdaginn minn. Þegar ég var yngri og myndavél var vísað í áttina að mér sneri ég mér í hina áttina.“ Áætlanir hennar um lífið voru frekar hefðbundnar. Hún naut sín ekki í skólanum og hætti í skóla 16 ára. Hún fór á matreiðslunámskeið og námskeið í kjólasaum. „Það voru engin starfsáform, bara ferðast, giftast og eignast fjölskyldu,“ segir Caroline.

Dóttir Caroline vann sem fyrirsæta og dag nokkurn, í nóvember 2017, nefndi hún við mömmu sína að yfirmaður hennar væri að leita að fyrirsætu með grátt hár. „Ég var ekki fyrirsæta, en ég var með grátt hár,“ sagði Caroline. Síðan þá hefur hún unnið sem fyrirsæta og myndir af henni verið birtar út um allan heim og meira að segja í British Vogue.

Eftir að Caroline fór að vinna við fyrirsætustörf hefur sjálfstraust hennar aukist mjög mikið. „Mig hefur aldrei langað að líta út fyrir að vera gömul og í dag eru til svo góðar snyrtivörur og svo skiptir máli hvað maður setur ofan í sig,“ segir Caroline og bætir við að hún sé óendanlega þakklát fyrr nýtt viðhorf sitt til sjálfrar sín.

Mæðgurnar

Þegar hún er spurð hvaða ráð hún myndi gefa öðrum konum sagði hún að hún mælti með því að nota vörur með efninu Retinol í og borða ekki mikinn sykur.

SHARE