Reynslan hefur kennt mér og svo mörgum öðrum að:
- Þú getur aldrei hlaupið frá sjálfri/ sjálfum þér.
- Þú getur aldrei orðið önnur / annar í óbreyttu ástandi.
- Þú getur aldrei látið það vera að takast á við þig og haldið að eitthvað breytist.
- Þú getur aldrei beðið eftir að þér verði bjargað.
Vegna þess að:
Hlaup eru flótti frá raunveruleikanum og þú sjálf/ur fylgir alltaf með, þú situr uppi með sjálfa/n þig sama hvert þú ferð. Við höfum mörg hver flutt, skipt um starf því allt er svo ömurlegt, eða skilið við maka okkar vegna þess að við teljum að þar liggi vandinn, sem það getur auðvitað verið í einhverjum tilfellum, en ansi oft er mikilvægast að takast á við eiginn huga.
Þú ert alltaf þú, en þú getur líka alltaf gert eitthvað til að þú þessi einstaka manneskja fáir sálarfrið.
Það að gera ekkert skilar þér engum árangri því miður, eins dásamlegt og það væri nú að sleppa við að takast á við sjálfa/n sig.
Því miður eru engir aðrir bjargvættir en þú sjálf/ur, þú ein/n berð fullkomnlega ábyrgð á eigin hamingju. En við eigum það stundum til að halda að við getum fundið lausn á okkar eigin huga utan frá, á meðan öll heilun kemur innanfrá.
EN VEISTU….ÞÚ GETUR ALLT!
Njóttu þess að kynnast kjarnanum þínum, þú ert svo fullkomnlega frábær einstaklingur eins og þú ert!
Kristjana Jenný er þerapisti og markþjálfi sem veit fátt betra en sjá fólk vaxa og dafna, og vill skoða lífið út frá hver við erum í kjarna okkar. Hafandi unnið í skapandi greinum sem útstillingahönnun og blómaskreytingum mestan part starfsævi sinnar fann hún sjálfa sig í því að vinna með fólki, aðstoða það við að finna sig á ný og lifa því lífi sem okkur er ætlað að lifa, ekki á hliðarlínunni heldur sem skínandi stjörnur. Þar kemur hennar eigin lífsreynsla best að notum. Kristjana heldur úti Kristjana Jenný – Lærðu að elska þig á facebook ásamt heimasíðunni www.kristjanajenny.is . Skrif eru henni hugleikin ásamt öllu því sem gæti kallast skapandi og uppbyggliegt. Kristjana er landsbyggðar stelpa sem hefur komið víða við frá 17 ára aldri en landaði síðan á Íslandi aftur reynslunni ríkari. Kristjana er gift, mamma 2 ja barna og stjúpmamma 5 barna.