Ljónið
23. júlí — 22. ágúst
Hingað til hefur árið 2022 verið mikið breytingaár. Það er ekkert að breytast núna. Þú þarft að taka ákvörðun sem snertir einkalífið, vinnuna og mikilvægt samband sem þú átt í. Lykillinn er bara að hlusta á hjartað þitt og velja þá leið sem þér finnst best.
Hafðu trú á sjálfri/um þér og treystu því að þú sért að taka réttar ákvarðanir. Nóvember er líka rétti tíminn fyrir þig til að huga að andlegu heilsunni þinni.
Uppúr miðjum mánuði er einhverskonar rómantík í kortunum, hvort sem það sé með nýrri manneskju eða í sambandinu sem þú ert í nú þegar.