Stjörnuspá fyrir nóvember 2022 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Hlutirnir eru aðeins öðruvísi en þú ert vön/vanur og það hefur áhrif á öryggistilfinningu þína og stöðugleika. Tafir eru ekki eitthvað sem þú átt auðvelt með en nú er kominn tími til að læra að takast á við það. Stundum þarf maður bara að vera þolinmóð/ur.

Fjármálin verða undir smásjá í nóvember og það er eitthvað í kortunum sem segir að þú verðir að hætta við eitthvað, hvort sem það er utanlandsferð eða einhver fjárfesting. Tileinkaðu þér frekar jákvæðni en ótta og vittu til, þetta fer allt eins og það á að fara.