Steingeitin
22. desember — 19. janúar
Það er eitthvað samband eða verkefni að líða undir lok. Eitthvað sem þú vissir, innst inni, að myndi gerast á endanum. Taktu það sem þú lærir af þessari reynslu með þér áfram og notaðu það til góðs. Þegar þú efast um sjálfa/n þig, leitaðu þá til vina þinna til að fá heiðarlegt álit þeirra. Þú þarft að læra að tjá tilfinningar þínar. Þegar þú hefur lært það muntu vaxa gríðarlega sem manneskja.
Mundu að sýna þér blíðu og hvíla þig þegar þú þarft á hvíldinni að halda.