Það er sko gott að byrja sanka að sér uppskriftum fyrir jólin. Þessu kemur úr smiðju Matarlyst og verður sko örugglega ein af sortum þessi jólin.
Hráefni
4 eggjahvítur
200 g sykur
200 g kókosmjöl
100 g suðusúkkulaði ég notaði Kirkland súkkulað dropa
1 poki þ.e 120 g Marianne brjóstsykur saxaður niður ( Marianne er piparmyntu brjóstsykur með súkkulaðifyllingu )
Aðferð
Hitið ofninn í 120 gráður
Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða, bætið þá sykrinum út í, vinnið saman þar til blandan verður stífþeytt.
Bætið út í með sleikju kókosmjöli, súkkulaði og brjóstsykri, blandið varlega saman við marensinn.
Setjið bökunnarpappír á ofnplötur, mótið toppana með 2 teskeiðum.
Uppskriftin er ca 50 toppar.
Bakið við 120 gráður í u.þ.b 20-30 mín fer eftir ofnum. Fylgjist vel með.