Meira af frábærum smákökum fyrir jólin frá Eldhússystrum
Hráefni
90 gr smjör
110 gr púðursykur
100 gr sykur
2 msk (30 ml) mjólk
1 msk vanilludropar
1 stórt egg
260 gr hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
3/4 bolli mulið piparmyntu-jólastafir (candy canes) (9 stk) sælgæti eða piparmyntubrjósykur (36 stk )
Aðferð
Hitið ofninn 175°c
Þeytið saman smjöri, púðursykri, sykri, mjólk og vanilludropum á miðlungs hraða þar til vel blandað. Bætið eggjum útí hræruna og hrærið vel saman við. Sameinið hveiti, salt og lyftiduft í annari skál. Bætið hveitiblöndunni útí smjör/sykur hræruna og hrærið eins lítið og þið komist upp með. Hrærið 1/2 bolla af brjóskykrinum útí og hrærið lítið. Hnoðið litlar kúlur (ca 2,5 cm á þykkt).
Bakið 8 til 10 mínútur eða þangað til gullinbrúnt. Um leið og kökurnar eru komnar út úr ofninum þarf að strá smá brjóstsykri yfir þær og láta kólna.
Uppskriftin gerir u.þ.b 32 kökur