Það er úr svo mörgum sortum að velja hjá Eldhússystrum. Þessi er svakalega girnileg.
Hafrakökur með smjörkremi
280 gr smjör
2,5 dl púðursykur
1,25 dl sykur
1 nesbúegg
1 tsk vanilludropar
3,75 dl Kornax hveiti
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
3 bollar haframjöl
Smjörkrem
120 gr smjör
5 dl flórsykur
2 msk rjómi
1 tsk vanilludropar
Hitið ofninn í 175°c.
Þeytið smjör og sykur vel saman, u.þ.b. 3 – 5 mínútur. Bætið við vanilludropum og eggi og þeytið vel, u.þ.b. 2 mínútur. Bætið hveiti, matarsóda og salti út í og hrærið þar til allt hefur blandast. Bætið að lokum haframjölinu út í og blandið saman við með sleif.
Klæðið ofnplötur með bökunarpappír. Notið ca. ½ msk af deigi fyrir hverja köku, passið að hafa gott bil á milli því þær fletjast út (ath. stærðin er að sjálfsögðu smekksatriði, það má hafa þær stærri en þá verða þær ansi stórar).
Bakið í 7 – 9 mínútur, eða þar til brúnirnar á kökunum verða gullinbrúnar. Látið kökurnar kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem: Setjið öll hráefnin í skál og þeytið saman í 2 – 3 mínútur.