Tíminn líður svo ógnar hratt! – MYNDIR

Tíminn líður svo alltof hratt og hraðar með hverju árinu. Ég man eftir því að hafa alltaf verið að bíða eftir að eldast. Fyrst að fermast, svo verða 16 ára, fá bílpróf, verða sjálfráða og svo 20 ára. Eftir það rauk tíminn svo áfram og að maður tali nú ekki um eftir þrítugt, þá fór tíminn að líða á ljóshraða.

Það er svo gott að eiga góðar minningar. Myndir og myndbönd sem maður getur skoðað og farið í huganum aftur í tímann. Það er líka gott að njóta augnabliksins. Njóta þess sem er hér og nú, því þá býr maður til enn betri minningar.

Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir frá brightside.me sem sýna okkur, svart á hvítu, hvað tíminn líður hratt.

1. Sömu fötin, bara 60 árum seinna


2. Thor, þá og nú


3. „Mamma mín árið 1966 og í dag, í sömu blússu 55 árum seinna“


4. „Pabbi heldur á mér sem ungbarni og ég með nýfæddan son minn“


5. „Öllum þessum árum seinna og hún er ennþá með uppáhaldsdótið sitt“


6. „Afi minn, 80 ár milli mynda“


7. „Dóttir mín og hundurinn okkar. 12 ár milli mynda“


8. „Ég með dóttur mína í fanginu á útskriftardaginn minn árið 2002. Á hinni myndinni held ég svo utan um hana á útskriftardaginn hennar árið 2020.“


9. „Wiggles og ég, 13 ár á milli mynda“


10. „Ég og konan mín árið 1977 og svo árið 2022“


11. Sömu skór, 3 ár á milli mynda“


12. „Kærastan mín og hundurinn hennar, 14 ár á milli mynda.“


13. „Ég sem drengur með nýtt flugvélamódel sem ég setti saman. Svo 56 árum seinna fékk ég eftirlíkingu af henni í jólagjöf“


14. „Kötturinn minn. 2 ár milli mynda“


15. „Foreldrar mínir endurgerðu mynd af sér frá því í brúðkaupsferðinni þeirra, 40 árum seinna.“


16. Sami voffi og sami maður á nokkurra ára fresti


17. „Frændi minn, Bill, árið 1952, þegar hann var 18 ára og svo í dag, þegar hann er orðinn 87 ára.“

SHARE