Páskaævintýri á Norðurlandi!

Ógleymanleg upplifun að fara norður á Akureyri yfir páskana, það skiptir ekki máli hvort sem þú hefur áhuga á að fara á góða tónleika, fara í Hlíðarfjall á skíði/bretti, skella þér í eina bestu sundlaug landsins eða fá þér góðan mat og drykk.

Opið verður í hlíðarfjalli frá kl 9:00 – 16:00 yfir páskana
Hef mikla trú á að færið verði gott og vonandi veðrið líka.
Hægt verður að panta skíðarútu fyrir hópa ( síma: 896-3569 eða ttv@ttv.is)

Sundlaug Akureyrar verður opin frá 06:45 – 21:00
Tilvalið að skreppa í sund eftir skíðaferðina.

Hestaferðir verða í gangi með Pólar hestum  (kl. 14.00. Tveggja klst. ferðir. Verð kr. 6500 á mann)
Dásamleg upplifun fyrir þá sem hafa gaman af útiveru og hestum

Það verður margt um að vera, allavega listasýningar og skemmtanir fyrir fólk, brot af því er hér sem verður opið:
Listasafn Akureyrar
Deiglan
Leikfélag Akureyrar
Amtsbókasafnið
Ferðir verða á kaldbak
Skautasvellið

Nóg er af úrvals veitingastöðum á Akureyri og getur fólk valið úr mörgum frábærum stöðum til að eiga einstaklega góða stund á.

Ef fólk hefur áhuga á því að kíkja út á lífið verður nóg um að vera, ég ætla að minnsta kosti ekki að láta tónleikana með Jóni Jónssyni fram hjá mér fara en þeir verða í Sjallanum 30 mars.

Græni hatturinn verður með frábært tónlistafólk á hverju kvöldi en Græni klikkar seint, einstaklega góð stemming sem myndast á tónleikum hjá þeim.
Fyrir ofan er svo staðurinn Götubarinn og mæli ég þar með kokteilunum, ekki verra ef þú spilar á píanó en það er opið almenningi að spila!

Njótið páskana fyrir norðan!

Akureyri-Shopping-Street

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here