„Þetta var reiði sem hafði verið að birgjast upp í langan tíma“

Will Smith opnaði sig á dögunum um hið alræmda Óskarsverðlaunakvöld þar sem hann bæði vann sinn fyrsta Óskarsverðlaun og varð sér til skammar. Smith kom fram í “The Daily Show” á mánudagskvöldið þar sem hann ræddi við Trevor Noah um nýju myndina sína „Emancipation“ og vonir hans um að það sem gerðist á milli hans og Chris Rock á óskarverðlaunahátíðinn myndi ekki skyggja á forsýningu myndarinnar og alla þá vinnu sem í hana fór.

„Bara sú hugmynd um að fólk sniðgangi myndina vegna mín ,“ sagði Smith. „Er að drepa mig … ég vona bara að verk allra þeirra sem unnu að myndinni verði heiðruð og vinnan þeirra verði ekki hunsuð vegna hræðilegum gjörðum og ákvörðun sem ég tók á sínum tíma.“

„Fólkið í þessu kvikmyndaliði hefur unnið einhverja bestu vinnu sem ég hef séð á ferlinum og mín dýpsta von er að gjörðir mínar bitni ekki á þeim“ hélt hann áfram. “Á þessum tímapunkti er það það sem ég er að vinna að.”

„Hræðilegt“, var hvernig hann lýsti kvöldinu umrædda. Jafnvel þótt hann sagðist ekki muni mikið frá þessu atviki „Það var svo margt búið að vera gerast en þegar öllu er á botninn hvolft tapaði ég því,“ viðurkenndi leikarinn. „Það sem ég held að ég sé að reyna að segja er að maður veit aldrei hvað einhver er að ganga í gegnum,“ sagði hann og viðurkenndi að hann hefði átt erfitt þetta sama kvöld“.

“Þú spyrð, hvað lærði ég af þessu. Það er nú það, við verðum bara að vera góð við hvort annað,” hélt Smith áfram. “Þetta er erfitt en ég býst við að það sem var sársaukafyllst var hvernig ég særði fólkið í kringum mig” Hann bætti við: “Ég skil núna orðatiltækið þegar sagt er sært fólk, særir fólk.”

Þó að hann hafi ekki gefið neinar upplýsingar um hvað hann hefði verið að ganga í gegnum þetta kvöld, gaf Smith til kynna að það væri utanaðkomandi ástæður sem fékk hann til að storma á sviðið og slá Chris Rock í andlitið. Augnablikið gerðist eftir að Rock gerði „G.I. Jane“ grín um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith, sem þjáist af hárlossjúkdómi. Rock sagði í kjölfarið að hann hefði ekki vitað um ástand hennar.

Á öðrum tímapunkti í viðtalinu rakti hann hluta af viðbrögðum sínum allt aftur til barnæskunnar og sagði: “Þetta var margt. Það var litli drengurinn sem horfði á föður sinn berja móður sína. Allt þetta sprakk bara upp á þessari stundu.” Þessi tengsl við barnæsku kveiktu líka í einu af tilfinningalegum viðbrögðum Smith þegar hann sagði frá því hvernig hann þurfti að horfast í augu við gjörðir sínar um kvöldið úr óvæntustu átt.

Hann talaði um níu ára frænda sinn Dom, sem hafði vakið alla nóttina til að fylgjast með Will frænda sínum.” Seinna sátum við í eldhúsinu heima, hann sat í kjöltunni á mér og heldur á Óskarnum og hann spyr mig: “Af hverju lamdir þú þennan mann, Will frændi?” Sagði Smith er hann táraðist við þessar endurminningar. “Fjandinn, af hverju ertu að reyna að Oprah mig?” skaut hann á fréttamanninn og spyrilinn Noha. “Þetta var rugl. Ég vil ekki fara djúpt í þetta og gefa fólki ástæðu til að misskilja mig meira.”

Smith ítrekaði aftur að þetta væri ekki manneskjan sem hann vildi vera og gekk svo langt að segja að hann hataði þá staðreynd að hann væri mannlegur. Þess í stað vildi hann alltaf vera ofurmenni og fljúga inn til að „bjarga stúlkunni í neyð“.

Á vissan hátt var það það sem hann var að reyna að gera á Óskarsverðlaunahátíðinni. „Ég varð að niðurlægja mig og átta mig á því að ég er gölluð manneskja,“ sagði hann.

SHARE