Kelly og eiginmaður hennar áttu í miklum fíknivanda að stríða. Árið 2015 lenti maðurinn hennar í veikindum sem varð til þess að hann þurfti að gangast undir 8 aðgerðir. Hann var sendur heim með mikið af lyfjum. Neyslan hélt áfram og hann lést úr of stórum skammti árið 2016.
Kelly eyðilagði á sér nefið með kókaíni en hún notaði það í 19 mánuði en svo féll nefið á henni saman. Í mars fór hún í fyrstu aðgerðina til að reyna að laga nefið á sér.
Það kom svo í ljós að sú aðgerð hafði misheppnast.
Hún fór svo í aðra aðgerð í október en hún var töluvert umfangsmeiri en hin aðgerðin. Það voru teknar æðar, vöðvi og skinn af handlegg hennar og til þess að reyna að búa til blóðstreymi í nefið. Síðan var tekin húð af höfði hennar til að búa til miðnes því hún var eiginlega bara með eina nös í stað tveggja.
Kelly á eftir að fara í fleiri aðgerðir og það er hægt að fylgjast með henni á Tik Tok