Celine Dion hefur sagt frá því opinberlega að hún sé með ólæknandi taugasjúkdóm. Sjúkdómurinn heitir á ensku SPS eða stiff-person syndrome. Hún sagði frá þessu í myndbandi sem hún deildi á Instagram.
Celine sagði meðal annars: „Hæ allir. Mér þykir svo leitt hvað það hefur tekið mig langan tíma í að segja ykkur frá þessu. Ég sakna ykkar mjög mikið og ég get ekki beðið eftir að vera aftur á sviði og tala við ykkur í eigin persónu.“
Hún segir líka að hún verði að hætta við tónleikaferð um Evrópu sem átti að hefjast í febrúar, því sjúkdómurinn hafi áhrif á raddböndin meðal annars.
SPS er síversnandi heilkenni sem hefur áhrif á taugakerfið, sérstaklega heila og mænu og eru einkennin m.a. mikill stífleiki í vöðvum, spasmi og sársaukafullir krampar í líkama og útlimum. Þetta skerðir hreyfigetu þeirra sem eru með þetta verulega.
Sjá einnig: