Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Elsku krabbi. Nýja árið mun reyna á þig á margan hátt. Það mun reyna á mörg sambönd sem þú ert í, hvort sem það er í persónulega lífinu eða vinnulega séð. Þetta þýðir ekki að þú sért dæmd/ur til að hætta í sambandi og enda uppi sem einstæðingur, heldur þýðir þetta að þú þarft að íhuga hvernig þú tengist öðrum. Veldu vini þína af kostgæfni og ekki síður þann/þá sem þú velur þér sem maka.

Þegar kemur að fjármálum er kominn tími til að gera fjárhagsáætlun og setja mörk í eyðslunni.

Þú verður að sleppa tökunum á fortíðinni og öllum þeim birgðum sem henni fylgja. Hvort sem þú ert að eiga í erfiðleikum með að hugsa skýrt, hafa nægilega mikla orku, eða bara að vera með sjálfstraustið í lagi, þá er aðalmálið að losa þig við samviskubit og þyngsli vegna fortíðarinnar.

Þú gætir farið að ferðast og það er alltaf gott fyrir þig. Reyndu að vera í nærveru við náttúruna og farðu að hjóla, ganga eða annað sem leyfir þér að vera í tengslum við náttúruna.