Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember
Þú munt taka áhættur sem aldrei fyrr á þessu ári kæri Sporðdreki. Sumar áhættur munu borga sig þegar þú loksins lætur vaða og hættir að ofhugsa alla hluti. Þú þarft ekki að vera í streitu og kvíða alltaf þegar þú ert í skapandi verkefnum. Þér mun ganga vel í vinnumálum og margir taka eftir því. Ekki gleyma að þakka þeim sem eiga hlut að máli í velgengni þinni.
Utan vinnu gætirðu farið að sjá náin sambönd þín blómstra. Skilyrðislaus ást er ekki eitthvað sem er aðeins til í ævintýrum, Drekinn minn, en hún krefst þess að þú sért ekki of gagnrýnin/n á þinn/þína heittelskaða/elskuðu. Ef þú ert í „haltu mér- slepptu mér“ sambandi þarftu að enda það, tölum bara hreint út. Þetta er engum manni bjóðandi. Mundu líka að það er enginn skömm að því að vera ekki viss um hvernig framtíðin er. Treystu því að framtíðin verði nákvæmlega eins og hún á að vera.