Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Fiskur, þetta ár snýst allt um sjálfsvitund og ábyrgð fyrir þig án þess að finnast þú þurfir að finna fyrir skömm. Þú ert eins sterk/ur, kraftmikil/l og sjálfsörugg/ur og þú leyfir þér að vera og þú munt finna styrkinn til að kynnast nýrri og endurbætti útgáfu af sjálfum þér með því einfaldlega að sleppa tökunum af gömlum venjum.

Í alvöru talað, þá er enginn eins og þú! Þú mátt alveg láta ljós þitt skína og hættu nú að halda aftur af þér. Haltu samt fast í gildin þín, leyfðu þér að upplifa tilfinningar þínar og ekki vera hrædd/ur við að tjá þig og upplifa allar tilfinningar þínar. Það er kominn tími fyrir fólk að kynnast hinni/um raunverulega þér.