Youtube-stjarnan Keenan Cahill látinn aðeins 27 ára að aldri

Youtube-stjarnan Keenan Cahill er látinn aðeins 27 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldunnar staðfesti fréttirnar við WGN-TV og sagði að hann hefði látist fimmtudaginn 29. desember. Keenan sem var frá Chicago, Illinois, skapaði sér nafn með því að mæma með vinsælum lögum á youtube. Hann öðlaðist fyrst frægð árið 2010 með túlkun sinni á laginu”Teenage dream” með Katy Perry og hefur nú myndbandið fengið 58 milljónir áhorfa.

Cahill fékk fjölda frægra einstaklinga sem gesti á youtube-rás sinni, þar á meðal, Jennifer Aniston, 50 Cent, Tinie Tempah, Maroon 5, The Wanted, Justin Bieber og auðvitað Katy Perry. Hinn 27 ára gamli Keenan var með Maroteaux-Lamy heilkenni, versnandi ástand sem veldur því að margir vefir og líffæri stækka og verða bólgin. Hann gekkst undir fjölda meðferða eftir að hann greindist eins árs, þar á meðal beinmergsígræðsla árið 1997. Fyrr í þessum mánuði fór hann á Instagram til að útskýra fyrir fylgjendum sínum að hann myndi gangast undir opna hjartaaðgerð þann 15. desember.

SHARE