Í viðtali við 60 minutes sagði Harry bretaprins að hann hefði ekki verið í sambandi við pabba sinn og bróður í dánokkurn tíma. Harry segir að hann vilji sættast við þá og biðjast afsökunar en hann viti ekki alveg hvað hann hafi gert.
„Við Meghan höfum alltaf sagt að við munum biðjast afsökunar á öllu sem við höfum gert, en í hvert skipti sem við spyrjum hvað við höfum gert, getur enginn sagt okkur neitt hvað við höfum gert þeim. Ég hlakka til að vera aftur í sambandi við fjölskylduna, bróður minn, föður og aðra fjölskyldumeðlimi,“ sagði Harry.
Harry segir að hann hafi leitað í áfengi og fíkniefni til að deyfa neikvæðar tilfinningar og að reyna að finna fyrir einhverju. Hann hafi notað kannabis, kókaín og hugvíkkandi efni.
Harry opnar sig mjög mikið í þessu viðtali, meðal annars um sambandið við Camilla, sem er eiginkona föður hans, slagsmálin við bróður hans og fleira.
Hér má sjá viðtalið við Harry í heild.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.