Johnny Depp eyðilagður yfir andláti vinar síns – Sat hjá honum allt til enda

Johnny Depp er algerlega niðurbrotinn vegna andláts náins vinar síns og samstarfsmanns Jeff Beck, samkvæmt fréttum. Leikarinn sem var einnig meðlimur hljómsveitarinnar Hollywood Vampires var hjá Beck ásamt „nokkrum öðrum rokkstjörnum“ áður en gítarleikarinn goðsagnakenndi lést á miðvikudaginn. „Þeir voru mjög nánir vinir og urðu enn nánari síðasta sumar þegar þeir voru á tónleikaferðalagi saman, sagði heimildarmaður við tímaritið People. „Veikindin gerðu vart við sig mjög fljótt og versnuðu hratt á síðustu tveimur vikum.

Beck lést á þriðjudaginn eftir að hafa fengið bakteríuheilahimnubólgu. Hann var 78 ára. „Fyrir hönd fjölskyldu hans, deilum við með mikilli sorg fréttum af andláti Jeff Beck. Eftir að hafa fengið heilahimnubólgu skyndilega, lést hann friðsamlega í gær,“ sagði fjölskylda hans í yfirlýsingu sem birt var á Twitter á miðvikudaginn.

Fjölskylda hans biður um frið frá fjölmiðlum á meðan hún vinnur úr þessu gríðarlega sára áfalli,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Depp og Beck gáfu út plötu saman í júlí 2022 sem bar titilinn „18“ og tóku upp tónlistarmyndband við aðalskífu sína. Félagarnir ferðuðust einnig saman og spiluðu í The Paramount í Huntington á Long Island í október.

Tvíeykið sló einnig í gegn á nýlegri tónleikaferð Rock & Roll Hall of Famer í Bretlandi, sem fór fram á sama tíma og Depp beið úrskurðar kviðdómsins í meiðyrðaréttarhöld gegn fyrrverandi eiginkonu Amber Heard.

SHARE