Áfengisneysla eykur líkur á krabbameini

Það að drekka hvers kyns áfengi – sterkt, bjór og vín, eykur líkurnar á að fá krabbamein til muna. Í rannsókn sem gerð var á 4000 manns í Bandaríkjunum og birt var í „Cancer Epidemiology, Biomarkers and Prevention“ er sagt að meira en 50% fólks viti ekki hversu skaðlegir áfengir drykkir séu fyrir heilsuna. Um 10,3% fólks héldu meira að segja að það að drekka vín minnkaði hættuna á að fá krabbamein.

„Allar tegundir áfengra drykkja, meira að segja léttvín, auka hættu á krabbameini,“ sagði yfirmaður rannsóknarinnar, William M.P. Klein, PhD, National Cancer Institute’s Behavioural Research Program, í fréttatilkynningu. „Þessar niðurstöður segja okkur að það er nauðsynlegt að fara að grípa inn í og fræða almenning um áhættuna sem áfengisneysla hefur í för með sér,“ sagði William. Hann bætti svo við að það þyrfti að þagga niður þær sögur sem hafa verið í gangi um að léttvín sé svo gott fyrir hjartað.

Áfengi er lítt þekktur krabbameinsvaldur

„Áfengi er einn af stærstu áhættuþáttum krabbameins íg Bandaríkjunum og fyrri rannsóknir hafa sýnt að flestir Bandaríkjamenn vita þetta ekki,“ sagði aðalhöfundur rannsóknarinnar, Andrew Seidenberg, sem framkvæmdi fyrri rannsókn á meðan hann starfaði hjá forvarnarfélagi gegn krabbameini. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birt var 2021, sýndu að um 75.000 tilfelli krabbameins vegna áfengisneyslu voru greind og þar af voru 19.000 dauðsföll. Eins og er, er áfengi talið áhættuþáttur í að minnsta kosti sex mismunandi krabbameinum: krabbameini í munni, koki og barkakýli, ásamt krabbameini í vélinda, brjóstum, ristli, maga og lifrur.

Heimildir: Health.com

Sjá einnig:

SHARE