Játningar foreldra sem sjá eftir að hafa eignast börn

Að eignast börn getur verið ein mest besta og ánægjulegasta reynsla sem einstaklingur gengur í gegnum. En það getur líka verið virkilega, krefjandi ábyrgð sem verður ekki alveg eins og glansmyndin sem maður átti von á. Manni getur fundist maður einn og farið að efast um hlutverk sitt í lífinu.

Á tímum internetsins er það tiltölulega auðvelt að deila hugleiðingum sínum á nafnlausan máta og Reddit er með safn játninga frá foreldrum sem segjast sjá eftir að hafa eignast börn og hvers vegna.

Barnið andlega fatlað

„Dóttir mín fæddist andlega fötluð. Ég segi alltaf við sjálfa mig að þetta hefði verið verra, að það séu til krakkar sem eru bundin við hjólastól allt sitt líf. Málið er bara að hún er hamingjusöm núna og veit ekki einu sinni hvað „dauðinn“ er. Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf hennar verður þegar ég og móðir hennar erum fallin frá. Hún verður örugglega sett á stofnun og örugglega misnotuð.“

Notandi: Habanero10

Endalaust þreytandi

„Ég var ekki tilbúin að hætta að vera eigingjörn. Ég er búin að vera mamma í tvö ár svo það er enn álagstími, en hingað til hefur þetta bara verið endalaust þreytandi. Mér finnst eins og það að hafa eignast barn hafi lokað á fullt af möguleikum fyrir mig og ég tek aldrei neinar skyndiákvarðanir lengur.“

Notandi: Camelican

Vildi aldrei börn

„Ég ætla að byrja á að segja að mig langaði aldrei að eignast börn. Ég giftist þegar ég var tvítug og átti fyrsta barn 21 árs og annað barn 22 ára. Eldra barnið er farið að heiman og ég get alveg sagt ykkur að ég gat ekki beðið eftir að það yrði 18 ára svo það flytti loks að heiman.

Yngra barnið er með alvarlega einhverfu. Hún mun aldrei geta unnið eða búið sjálf. Ég fékk aldrei að njóta þess að vera á þrítugs- og fertugsaldri. Ég mun aldrei geta tekið geggjuð frí eins og allir vinir mínir eru að monta sig af, á Facebook.

Ég mun aldrei hafa frítíma með manninum mínum vegna þess að enginn vill passa upp á einhverfa, vanvirka tvítuga manneskju. Við getum ekki einu sinni skilið hana eftir eina heima í nokkra klukkutíma til að fara að versla eða fara í bíó eða eitthvað.“

Notandi: Lejundary

Eyðilagði hjónabandið

„Barneignir eyðilögðu hjónabandið á eftirfarandi hátt:

  • Við gleymdum að stunda ástríðufullt kynlíf, kynlífið fór að verða að einu af heimilisverkunum, um leið og börnin fóru að ganga.
  • Við hættum að gera hluti saman, eða gerum þá mjög sjaldan, sem við höfðum alltaf gert saman.
  • Hlutirnir sem þú naust að gera ein/n verða aldrei eins skemmtilegir.
  • Þú getur gleymt því að fá tíma til að slaka á, eiga tíma BARA fyrir þig…
  • Tíminn breytir fólki og það er ekkert sem flýtir meira fyrir breytingum eins og að hafa þriðja aðilann á heimilinu sem treystir bara á ykkur.
  • Þetta voru hlutirnir tengdir hjónabandinu.
  • Svo er það jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er bara farið út um gluggann. Stressið í vinnunni og aukið stress á vinnumarkaðinum og svo nýturðu ekki þess lúxus lengur að geta komið heim og „hlaðið batteríin“.
  • Það sem gerist er að þú kemur heim eftir ömurlegan, stressandi dag og við þér tekur að sjá um börn og heimili…. í mörg ár!

Ég elska börnin mín og ég vildi ekki EKKI eiga þau, en þeim fylgja fórnir sem fólk er ekki alltaf tilbúið að sætta sig við. Ég hef séð hjónabönd fara í vaskinn, heimili splúndrast, séð fólk brenna út og enda í lyfja neyslu.“

Notandi: Ethics

„Ég eignaðist tvö börn… þau eru bæði unglingar núna. Eldra barnið, stúlka, er með kvíða og þunglyndi. Stundum velti ég því fyrir mér hvernig mér og konunni minni hefur tekist að halda hjónabandinu saman í gegnum þetta allt. Við elskum bæði börnin okkar, en það er bara þreytandi að eiga barn með geðræn vandamál.

Maður byrjar að sjá fyrir ástandið á heimilinu á meðan maður keyrir heim. Það er nánast ekkert sem kemur henni í gott skap og það leggst þungt á alla á heimilinu.

Hún er hjá sálfræðingi og er á lyfjum og þau hjálpa smá, en það er eins og hún sé bara harðákveðin í að sjá allt lífið á eins neikvæðan hátt og mögulegt er. Svo fer maður að ímynda sér lífið sem þessi manneskja sem þú elskar mun líklega lifa og miðað við allt verður það frekar niðurdrepandi líf.

Það er erfitt að halda í vonina. „Eftirsjá“ er stórt orð en ef við gætum farið aftur í tímann þegar hún var lítil og glöð og bara dvalið þar, myndi allt verða miklu betra.“

SHARE