Strangar reglur Blake Lively og Ryan Reynolds þegar kemur að börnum þeirra

Ryan Reynolds með börnum hans og Blake Lively - Photo by Rob Latour/Variety/Shutterstock

Það er áreiðanlega ekki tekið út með sældinni að vera stjarna í Hollywood og kannski enn meira krefjandi þegar hjón eru bæði vinsælir leikarar. Þegar koma svo börn í spilið getur allt orðið mun flóknara og erfiðara viðfangs.

Margar stjörnur fá sér barnfóstru og sumir fleiri en eina, eins og til dæmis Jennifer Lopez. Ryan Reynolds og Blake Lively hafa þó ákveðið að gera hlutina öðruvísi og notast lítið við barnfóstrur og gera sem mest sjálf þegar kemur að börnum þeirra. Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim og þess vegna verða þau að fylgja mjög ströngum reglum þegar kemur að vinnu og ef annað þeirra þarf að vinna í öðru landi.

Blake og Ryan eiga nú von á sínu fjórða barni og elska að vera foreldrar. Þau passa samt mikið upp á hvað þau segja við börnin sín James, Betty og Inez. Ryan vill til dæmis ekki nota orð eins og stjórnsöm/samur. Blake sagði: „Við höfum grínast með að dóttir okkar sé stjórnsöm en Ryan sagði: „Ég vill aldrei nota þetta orð aftur. Maður heyrir aldrei karlmann vera kallaður stjórnsamur.““

Blake heldur áfram: „Það er aldrei nein neikvæð meining á bakvið það að kalla karlmann stjórnanda, en ef kona er að stjórna þá er að alltaf í neikvæðum skilningi. Það er niðurlægjandi og hvetur stúlkur ekki til þess að verða stjórnendur.“

Hjónin hafa líka reynt að vera varkár þegar kemur að því að nota einföld orð eins og „hann“ og „hún“, því þau vilja að börnin þeirra alist upp í samfélagi sem er algjörlega hlutlaust gagnvart kynjaviðmiðum. Það er ein ströng regla hjá þeim hjónum sem þau víkja aldrei frá: Þau reyna alltaf að vinna á sitthvorum tímanum svo þau geti farið öll saman á tökustað og tekið börnin með.

Til dæmis þegar Ryan var við tökur á Deadpool var Blake með honum allan tímann: „Við vinnum ekki á sama tíma. Við erum alltaf saman sem fjölskylda og svo pökkum við niður og við förum á næsta stað þar sem ég er að leika í annarri mynd.“

Ryan hefur líka sagt frá því að hann elski að vera pabbi: „Ég á ekki í neinum vandræðum með að vakna fimm sinnum um miðja nótt og skipta um bleiu og eins þreyttur og ég kannski er, er ég með þetta heimskulega glott á mér allan tímann,“ sagði leikarinn við People. “Ég elska það. Ég meina það af öllu hjarta. Ég elska að vera pabbi og væri til í að eiga mörg börn. Það virðist henta mér nokkuð vel.“

Sjá einnig:

SHARE