Ashton Kutcher var „fok*** pirraður“ út í Demi Moore vegna ævisögu hennar

Ashton Kutcher segist. í viðtali við Esquire, hafa orðið „fok*** pirraður þegar hann frétti að Demi Moore var að gefa út æviminningar sínar árið 2019.

„Ég var loksins kominn á stað þar sem slúðurmiðlarnir voru farnir að láta mig, Milu og fjölskyldur okkar í friði. Svo allt í einu voru blaðasnápar mættir í skóla barnanna minna,“ sagði Ashton en bætir við að hann beri engan kala til Demi í dag, en þau voru hjón frá 2005 til 2013. Þau skildu þó að borði og sæng árið 2011 en skilnaðurinn var ekki frágenginn fyrr en 2013.

 

Í bókinni sagði Demi frá því þegar hún og Ashton fóru tvívegis í trekant og sakar hann líka um að hafa áhrif á að hún féll eftir langa edrúmennsku. Ashton tjáði sig aldrei um þessar ásakanir hennar og hefur ekki gert það enn. Hún sagði líka að Ashton hefði haldið framhjá henni á þeirra eigin heimili með 21 árs gamalli stúlku sem hann hitti þegar hann fór með dóttur Demi, Rumer hittu í gegnum dóttur Demi, Rumer, í keilu.

 

Mila Kunis og Ashton byrjuðu saman árið 2011 og eiga í dag 2 börn saman.

SHARE