Það er alveg hægt að missa nokkur aukakíló án þess að borða of lítið, eða breyta algjörlega um mataræði. Þegar maður byrjar að huga að því að missa nokkur kíló, kannski eru þau farin að íþyngja manni og maður vill verða heilbrigðari eru ýmis atriði, sem vert er að spá í. Hér teljum eru talin upp nokkur auðveld atriði sem hjálpa til í baráttunni við kílóin.
Hreyfa sig!
Það er ekkert kjaftæði að maður hristi af sér kílóin þegar maður er að hreyfa sig. Ef maður hreyfir sig hraustlega og dansar um brennir maður allt að 250 kaloríum á klukkustund. Maður er alveg kominn á beinu brautina ef maður gerir þetta amk. tvisvar í viku.
Sofðu til að léttast
Rannsóknir sýna að því minna sem maður sefur þeim mun líklegri er maður til að vera of þungur. Mælt er með að fólk sofi a.m.k. sjö klukkustundir á nóttu og helst hálfa stund til viðbótar.
Slepptu salatsósunni
Það er frábært að borða salat þegar maður er að létta sig- þangað til maður dembir feitri sósu, osti, þurrkuðum ávöxtum, brauðbitum og einhverju fleiru ofan á það. Þannig er góð og holl máltíð orðin að einhverju sem mun bara setjast á þá staði sem við viljum ekki. Haltu þig við grænmetið og fáðu þér svolítinn túnfisk, kjúklingabringu saman við og notaðu svo fitulitla sósu eða bragðbætt edik út á.
Notaðu minni diska
Þetta hljómar nú kannski hálf heimskulega en rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar fólk skiptir yfir í minni diska minnkar það matinn sem það borðar um fjórðung. Og það sem er enn betra er að maður finnur ekki einu sinni fyrir því
Mældu nartið
Þegar maður borðar upp úr pokanum er maður búinn úr honum löngu áður en spennumyndin er búin. Hættu að narta án þess að hugsa um hvað þú ert að gera og skammtaðu þér hvað þú ætlar að borða mikið. Geymdu afganginn. Ef þú gerir þetta og ert kominn af stað að ná þér í meira áttar þú þig og meiri líkur er á en ella að þú hættir við að fá þér meira.
Slepptu rjómanum
Kaffið er svo til alveg kaloríufrítt – nema maður skelli öllu mögulegu út í- svo sem sykri, súkkulaði og rjóma. Þá getur maður verið kominn með hálfan kaloríudagsskammtinn. Svart kaffi og sykurlaust eða með svolitlu sætuefni og léttmjólk forðar manni frá mörgum kaloríum.