Ef þú hélst að svefninn hefði aðeins áhrif á hvað þú þarft mikið kaffi og hvað þú stendur þig vel í vinnunni skaltu athuga málið svolítið betur. Góð næturhvíld og svefn styður líka við það að samband fólks verði allt betra og eðlilegra og að meiri ánægja verði af kynlífinu. Og allt eru þetta gildar ástæður fyrir því að fá sér jafnvel aukalúr!
Áhugaverðar tölur
- 75 % karla sögðu að þá langaði í kynlíf þegar þeir vakna en aðeins 35% kvenna höfðu þesa sögu að segja.
- Af hverju skyldu konur alltaf sofna eftir samfarir? Samkvæmt athugunum fá aðeins 3 af hverjum 10 fullnægingu. Ömurlegt
- 12 % kvenna segja að svefnvandamál trufli sambandið.
- Ef maður fær meira en sex stunda svefn batnar sambandið verulega.
- 78 % þeirra sem fá sjö eða átta stunda svefn segjast vera að öllu jöfnu ánægð með lífið.
Hvað gerir maður svo í málinu?
Ef þú færð ekki nægan svefn er ýmislegt hægt að gera til að laga það.
- Ekki fá þér koffín (kaffi, kók, súkkulaði, te) a.m.k. fjórum tímum áður en þú ferð í rúmið.
- Hættu að borða tveim tímum fyrir háttatíma.
- Slökktu á tölvunni og svaraðu póstunum áður en þú ferð í rúmið. Ef þú ert að hugsa um hvað þú verður að gera á morgun vekur það kvíða og truflar svefninn.
- Hrýtur makinn? Reynið að finna lausn á þeim vanda svo að þið getið bæði sofið í friði.
- Láttu lepp yfir augun ef herbergið er ekki dimmt. Líka er ágætt að vera með eyrnatappa ef þú heyrir umferðarnið eða ef nágrannar hafa hátt.
- Það getur verið ágætt að hafa lága tónlist á sem auðveldar manni að festa svefninn.