Mannskæði jarðskjálftinn sem reið yfir í Tyrklandi og norðurhluta Sýrlands á mánudag var 7,8 á Richter kvarða og mörg þúsund manns hafa látist.
Mörgum hefur þó verið bjargað og þeirra á meðal var þessi 7 ára gamla sýrlenska stúlka sem passaði upp á litla bróður sinn undir vegg sem þau höfðu verið föst undir í 17 klukkutíma.
Stúlkan passaði upp á höfuð litla bróður síns og spjallaði við hann en þau komust bæði lífs af og slösuðust ekki alvarlega. Dásamlegt og gott að fá líka góðar fréttir af þessum náttúruhörmungum.
Sjá einnig:
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.