Möndlukaka

Ohh, þessi með bleika kreminu. Ég elskaði þessa köku þegar ég var lítil og ég man ennþá hvernig var að smakka hana í fyrsta skipti. Þessi uppskrift er frá Ragnheiði sem er með Matarlyst á Facebook.

Hráefni

3 ¾ dl hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
120 g smjör við stofuhita
2 ½ dl sykur
3 egg stór
1 dós sýrður rjómi
2 tsk möndludropar

Aðferð

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur

Smjör og sykur sett saman í hrærivélaskálina þeytið þar til létt og ljóst tekur u.þ.b 3 mín, bætið einu eggi í einu út í þeytið vel á milli, blandið sýrðum rjóma og möndludropum saman bætið út í hrærivélaskálina, blandið þurrefnum saman bætið út í, vinnið saman í u.þ.b.½-1 mín.

Setjið í hringlaga smelluform u.þ.b 22 cm bakið við 180 gráður og blástur í u.þ.b 30-35 mín ef þið notið þessa stærð af formi ef þið notið stætta form þá bakið þið kökuna örlítið styttra, fer eftir ofnum, stingið prjón ofaní til að kanna hvort hún sé bökuð, ef hann kemur þurr upp er kakan tilbúin.

Látið kökuna kólna áður en kremið er sett á.

Krem

300 g Flórsykur
Vatn
Matarlitur rauður eða t.d örlítið af rauðrófusafa/
eða sýróp frá Torrini sleppa þá matarlit ásamt smá af vatni.

Blandið saman setjið ofaná kökuna.

SHARE