Lina Marcela Medina de Jurado fæddist árið 1933 í Ticrapo Í Perú. Foreldrar hennar hétu Tiburelo Medina, sem var silfursmiður, og Victoria Losea. Hún var ein af níu börnum þeirra.
Þegar Lina var 5 ára fóru foreldrar hennar með hana á sjúkrahús vegna þess að magi hennar óx gríðarlega.
Læknar héldu upphaflega að hún væri með æxli en komust svo að því að hún væri komin 7 mánuði á leið. Þeir fengu óléttuna staðfesta af öðrum lækni því annað eins hafði aldrei sést áður og þótti þetta mál hryllilegt en á sama tíma ótrúlegt því stúlkan var aðeins 5 ára gömul. Læknisfræðilega var þetta einstakt mál en síðar kom í ljós að ein af hverjum 10.000 stúlkubörnum geta verið mjög bráðþroska og er þá verið að miða við að stúlkan verði kynþroska fyrir 8 ára aldur. Talið var að Lina hefði orðið kynþroska um 8 mánaða aldur.
Þegar reynt var að komast að því hver faðir barnsins væri virtist enginn vita neitt en það þótti líklegast að faðir stúlkunnar bæri ábyrgð á þunguninni. Hann var handtekinn en vegna skorts á sönnunargögnum var honum sleppt.
Lina eignaðist son, Gerardo, og fékk fjölskyldan mörg boð um að koma í allskonar sýningar í Ameríku þar sem fólk hefði vissulega borgað fyrir að sjá þessa yngstu móður í heimi. Þau tóku engum af þessum tilboðum heldur tóku þau þá ákvörðun að lifa út af fyrir sig í halda sig til hlés.
Gerardo var skírður í höfuðið á lækni Linu og ólst hann upp við að móðir hans væri í raun systir hans. Gerardo kom þó fram í einu viðtali um 1955 og sagðist þá stefna á að verða læknir en hann lést svo ungur um árið 1979, þá aðeins 40 ára gamall úr einhverskonar beinmergssjúkdómi. Lina eignaðist mann seinna meir, þegar hún varð fullorðin og eignaðist með honum annað barn árið 1972, en 33 ár voru á milli meðgangna hennar. Hún er enn á lífi í dag en hún verður níræð í september.