Þetta er svakalega gott og kemur úr smiðju Matarlystar. Þetta er tilvalið í veislur og tilvalið að skera í litla bita og bera fram.
Hráefni
150 g smjör
2 pokar þristur (500 g)
1 pakki appalo fylltar lakkrísreimar
200 g kornflex mulið aðeins
150 g rjómasúkkulaði
Aðferð
Bræðið saman við vægan hita smjör og þrist, hrærið vel saman þar til samlagast.
Passið að láta súkkulaðið alls ekki sjóða.
Klippið lakkrísreimar niður, bætið út í pottinn. Bætið Kellogs corn flakes út í, veltið vel saman með sleif. Setjið í form bökunarpappír sem er ca 20×20 þjappið vel niður í formið.
Setjið inn í ísskáp eða í kalt rými um stund.
Bræðið súkkulaði á vægum hita yfir vatnsbaði, hellið yfir og smyrjið út setjið inn í ísskáp látið storkna og skerið niður í hæfilega stóra bita.
Njótið vel, geymið bitana í lokuðu íláti inn í ísskáp, einnig er í lagi að frysta molana.