Laugardaginn 23. mars verða stórtónleikar í Eldborg í Hörpu. Þessir tónleikar eru haldnir til styrktar börnunum í Kulusuk sem nýlega misstu tónlistarskólann sinn í eldsvoða.
Það kostar ekkert inn á tónleikana en tekið verður við frjálsum framlögum í baukum og posa á staðnum. Ef fólk á einhver hljóðfæri heima við sem eru farin að safna ryki þá er líka um að gera að koma með þau og gefa til málefnisins.
Allir sem koma að verkefninu eru að gefa vinnuna sína til þessa verkefnis og meira að segja gaf Harpa afnot af Eldborg til að halda tónleikana.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.