Maður sem dó en lifði af, segist hafa farið á mjög óvæntan stað

Miðillinn David Hanzel (57) hafði, eins og við flest, velt fyrir sér hvað gerðist eftir að maður deyr. Hvert fer maður? Verður allt svart eða fer maður á stað sem gæti heitið himnaríki?

Þegar David fékk blóðeitrun og í kjölfarið lungnabólgu í september 2015 var honum vart hugað líf. Hann sagði í samtali við Daily Star: „Þegar ég var lagður inn á spítala þurfti ég að fara beint í aðgerð. Ég var með sýkingu í 70% af lungunum og með blóðeitrun svo þetta fór um allan líkamann.“

David fór í hjartastopp en það náðist að koma honum í gang aftur og var hann í dái í 2 mánuði. „Ég vissi ekki að ég hefði dáið,“ sagði David en hann er mjög skyggn og segist alltaf hafa haft á tilfinningunni að hann myndi deyja ungur.

Það sem David segist hafa upplifað eftir andlátið var ekki skýjaborg í sólskini heldur eitthvað allt annað: „Ég man bara eftir því að ég lokaði augunum vegna þess að ég var svo lasinn. Þegar ég opnaði augun var ég á gullfallegum, flauelsmjúkum næturhimni. Engin ský. Engar stjörnur. Það var hvorki upphaf né endir á honum.“

David segir að hann hafi ekki verið einn og með honum hafi verið tvær verur sem virkuðu eins og einhverskonar leiðsögumenn hans: „Allt í einu var ein vera vinstra megin við mig og önnur hægra megin. Mér leið vel með þeim, eins og ég þekkti þær. Svo sýndu þær mér svo fallegt gyllt ljós og englar voru að fara í áttina að því.“

Þetta var þó ekki „Gullna hliðið“ sem David sá þarna heldur var hann kominn á stað sem hann sagði að hefði verið eins og bar. Það voru fallegar allskonar litaðar flöskur þarna en ekkert áfengi eða neitt þannig. Þegar hann fór svo af barnum segist David hafa gengið upp stóran hvítan skýjakljúf. „Byggingin var úr marmara og æðarnar í honum voru það fallegasta sem ég hef séð. Þegar ég gekk fann ég aldrei fætur mína snerta neitt. Eins og ég væri þyngdarlaus og væri gangandi en samt fljótandi.“

Eftir að David vaknaði úr dáinu tveimur mánuðum síðar, læknaður, fékk hann hugljómun: „Þegar ég kom aftur hafði ég fyrirgefið öllum sem höfðu einhverntímann gert mér eitthvað. Ég held, í alvöru, að ég hafi þurft að „deyja“ til að skilja alla þessa hluti og skilja trúarbrögð.“

Heimildir: The DailyStar


SHARE