Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Það verður einhver jákvæð breyting í vinnumálum þínu, kæri Vatnsberi, í maímánuði. Þessi breyting mun gera það að verkum að þú getur varið meiri tíma heima með fjölskyldunni. Þú finnur fyrir mikilli þörf fyrir að slaka á með fólkinu sem þú kallar fjölskyldu. Þú vilt vera til staðar og vera „klettur“ fyrir fólkið þitt og halda þig í núinu. Stundum er hjálplegt að skoða hvaðan við erum að koma, en það getur hjálpað okkur að skilgreina hver við erum og hvert við erum að fara.

Enn og aftur eru stjörnurnar að minna Vatnsberann á að taka ekki hlutum of alvarlega. Ef tölvan er með stæla við þig eða þú sendir póst á rangt netfang er ekkert annað að gera við því en að yppa öxlum og halda áfram. Ekki gera stórt mál úr engu.

Nú er tími til að heila sambönd sem hafa verið slæm. Hvernig sem það er gert er undir þér komið. Byrjaðu sumarið með léttu hjarta, gerðu slemmtilega hluti, talaðu við nýtt fólk og sjáðu hvað það getur gert fyrir þig.