Stjörnuspá fyrir maí 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Þú verður undir miklu álagi í vinnu fyrrihluta maímánaðar elskulegi Fiskur. Passaðu upp á hvernig samskiptin eru við þá sem vinna með þér svo þú lendir ekki í útistöðum á vinnustaðnum. Ekki missa „kúlið“, vertu þolinmóð/ur og stefndu að markmiðum þínum. Haltu einbeitingu á verkefnum þínum og veittu fólkinu sem gefur þér orku, meiri gaum. Þú gætir fengið eitthvað tíbískt vor-kvef en haltu í jákvæðnina og reyndu að vera ekki of stressuð/aður.

Forðastu ágreining og finndu hvað er gott að hafa ró og spekt í öllum samböndum. Ef þú ert á lausu, ættirðu bara að halda því þannig, í bili. Gefðu fjölskyldunni og vinunum frekar af tímanum þínum. Vertu samvinnufús og sveigjanleg/ur í að finna tíma til að hittast.

Einn af þínum bestu kostum er hvað þú ert áhugasöm/samur um aðra og finnst þú verða margs vísari með því að spjalla við fólk. Haltu því áfram!!