Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? Hrúturinn

Hrúturinn 

21. mars – 20. apríl

Kynferðislegur stíll: Hrúturinn er ástríðufullur og óþolinmóður og er eitt af þremur eldheitu merkjunum. Hrúturinn fer í ástarsambönd af heilum hug en eru ekki týpan sem reynir að heilla með blómum og rómantík. Hann er leikari, ekki draumóramaður og velja frekar stuttar kröftugar ríðingar frekar en langar rómantískar ástarlotur.

„Hann veit hvað hann vill og vill það núna,“ segir Phyllis. „Ef þú ert sá/sú sem Hrúturinn vill, muntu fá bólfélaga sem elskar að fullnægja þínum þörfum í bólinu. Það er samt eins gott að þú sért ekki mikið fyrir forleik því þú munt ekki fá mikið af slíku með Hrútnum.

Passar best við kynferðislega: Ljónið, Bogmaðurinn, Vatnsberinn og Tvíburinn

Það sem kveikir í Hrútnum: Allt sem er öðruvísi. Ágengur bólfélagi. „Lúmskheit eru ekki eitthvað sem virkar á Hrútinn en það kveikir í honum að vera komið á óvart.

Það sem kemur Hrútnum úr stuði: Sama gamla aftur og aftur. Það að skipuleggja kynlíf á hverju þriðjudagskvöldi með Hrútnum þínum mun drepa hann úr leiðindum.